Lífið

Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Góð ákvörðun að skella sér út á leikinn í gærkvöldi.
Góð ákvörðun að skella sér út á leikinn í gærkvöldi.
Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0.

Liverpool varð því að vinna með fjögurra marka mun til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer í Madríd í byrjun næsta mánaðar.

Fyrir leikinn var útlitið svart en Liverpool-menn eru ekki þekktir fyrir það að gefast upp. Hér á landi er Liverpool líklega vinsælasta félagið í enska boltanum ásamt Manchester United.

Sumir íslenskir aðdáendur höfðu greinilega trú á verkefninu og mættu á Anfield í gærkvöldi.

Magnús Sigurbjörnsson skellti sér á völlinn með föður sínum. „Besti leikur ever.“

Ásgeir Orri Hlöðversson og Sveinn J. Björnsson voru heldur betur sáttir eftir leikinn ótrúlega.

„Þvílík gleði að vera partur af stemningunni á Anfield, allsgáður.“

Sigurður Freyr Sigurðsson og Fríða Rúnarsdóttir voru bæði orðlaus, eðlilega.
Athafnarmaðurinn Sigmar Vilhjálmsson var á Anfield. 

Haraldur F. Gíslason og sonur hans sóttu 4-0 sigur.

Jón Hjálmarsson ætlar sér á úrslitaleikinn í Madríd.

Þrír félagar vel sáttir.

 
 
 
View this post on Instagram
Klikkuð upplifun á Anfield í gær sem verður seint toppuð #youllneverwalkalone

A post shared by Bjarni Anton (@bjarnianton98) on May 8, 2019 at 2:33am PDT


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.