Átta lið keppa í Lenovo-deildinni.Fréttablaðið/ernir
Þriðja vika Lenovo deildarinnar hefst í kvöld og að venju byrjar hún á tveimur viðureignum í leiknum League of Legends. Leikar hefjast klukkan 19:30 á viðureign Old Dogs og Frozt. Klukkan 20:30 keppa svo Kings og Dusty.
Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.