Enska liðið er það þriðja besta í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA en það vann She Believes-bikarinn fyrr á árinu sem er eitt sterkasta æfingamót hvers ár.
Þær ensku eru með Skotlandi, Argentínu og Japan í riðli en HM 2019 hefst 7. júní með opnunarleik Frakklands og Suður-Kóreu. Úrslitaleikurinn fer fram sléttum mánuði síðar eða 7. júlí.
Enskir fór skemmtilega leið til að kynna hópinn á samfélagsmiðlum í gær. Alls voru 23 stórstjörnur í Bretlandi fengnar til að kynna leikmennina 23 en þar á meðal voru David Beckham, Emma Watson, Raheem Sterling og sjálfur Vilhjálmur Bretaprins.
Einnig var frumsýnd ný auglýsing fyrir enska liðið og HM sem er ansi flott en kynninguna á hópnum og auglýsinguna má sjá hér að neðan.
What a day. 23 names. 23 announcements. One team.#BeReadypic.twitter.com/HTMhRJYHy3
— Lionesses (@Lionesses) May 8, 2019
We've been here before. But this time it's different.#BeReady // #Lionessespic.twitter.com/a0W9alJEwT
— Lionesses (@Lionesses) May 8, 2019