Segir nýjasta þátt Game of Thrones alls ekki of dimman og að áhorfendur kunni ekki að stilla sjónvörpin sín Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2019 21:26 Stilla úr nýjasta þættinum. HBO Nýjasti þáttur Game of Thrones hefur vakið mikla athygli, ekki bara vegna framvindu sögunnar heldur vegna myndgæða þáttarins. Kvörtuðu margir áhorfendur yfir því á samfélagsmiðlum að þátturinn hefði verið helst til dimmur og hefðu því ekki náð að sjá allt sem gerðist í þættinum. Sá sem fer fyrir kvikmyndatöku þáttarins heitir Fabian Wagner en hann hafði nokkuð einfalda útskýringu á vandamáli þessara áhorfenda. „Að mörgu leyti snýst þetta um að fólk kann ekki að stilla sjónvarpið sitt almennilega,“ sagði Wagner í samtali við Wired UK. „Margir velja einnig að horfa á þáttinn á litlum skjám, á borð við iPad,“ segir Wagner og bætir við að það sé alls ekki rétta leiðin til að horfa á nýjasta þáttinn. Wagner biður þó þá sem kvarta yfir þessu að hafa ekki áhyggjur þó þeir hafi ekki séð eitthvað sem þeir töldu sig eiga að sjá. „Allt sem við vildum sýna var sýnt.“Bandaríski vefurinn TMZ ræðir einnig við Wagner og varpar fram þeirri vangaveltu að Wagner hafi horft á senur þáttarins í hárri upplausn í gegnum rándýrar myndavélar og myndvinnslutæki. Er Wagner spurður af TMZ hvernig hann getur raunverulega vitað að þátturinn hafi ekki verið of dimmur fyrir þá sem sátu heima í stofu og horfðu á hann í gegnum hefðbundin tæki? „Ég veit að hann var það ekki því ég sá um kvikmyndatökuna.“ Game of Thrones Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nýjasti þáttur Game of Thrones hefur vakið mikla athygli, ekki bara vegna framvindu sögunnar heldur vegna myndgæða þáttarins. Kvörtuðu margir áhorfendur yfir því á samfélagsmiðlum að þátturinn hefði verið helst til dimmur og hefðu því ekki náð að sjá allt sem gerðist í þættinum. Sá sem fer fyrir kvikmyndatöku þáttarins heitir Fabian Wagner en hann hafði nokkuð einfalda útskýringu á vandamáli þessara áhorfenda. „Að mörgu leyti snýst þetta um að fólk kann ekki að stilla sjónvarpið sitt almennilega,“ sagði Wagner í samtali við Wired UK. „Margir velja einnig að horfa á þáttinn á litlum skjám, á borð við iPad,“ segir Wagner og bætir við að það sé alls ekki rétta leiðin til að horfa á nýjasta þáttinn. Wagner biður þó þá sem kvarta yfir þessu að hafa ekki áhyggjur þó þeir hafi ekki séð eitthvað sem þeir töldu sig eiga að sjá. „Allt sem við vildum sýna var sýnt.“Bandaríski vefurinn TMZ ræðir einnig við Wagner og varpar fram þeirri vangaveltu að Wagner hafi horft á senur þáttarins í hárri upplausn í gegnum rándýrar myndavélar og myndvinnslutæki. Er Wagner spurður af TMZ hvernig hann getur raunverulega vitað að þátturinn hafi ekki verið of dimmur fyrir þá sem sátu heima í stofu og horfðu á hann í gegnum hefðbundin tæki? „Ég veit að hann var það ekki því ég sá um kvikmyndatökuna.“
Game of Thrones Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira