Fjórir eru látnir eftir árás á lögreglustöð í Riyadh héraði í Sádi-Arabíu. Þetta kom fram á ríkissjónvarpsstöð Sádi-Arabíu, Al Arabiya. Reuters greinir frá.
Þeir fjórir sem létust höfðu hjálpað til við að framkvæma árásina, sem var á lögreglustöð í Zulfi sem er lítil borg norðvestur af Riyjadh, höfuðborg Sádi-Arabíu.
Á myndskeiði sem hefur verið birt á netinu, sem Reuters gat þó ekki staðfest, sýndu bíl með opnar hurðir og tvö blóðug lík á jörðinni fyrir utan. Hægt var að heyra byssuskot.
Arabiya sagði árásarmennina hafa haft á sér vélbyssur, sprengjur og Molotov kokteila.
Eftir að Sádi-Arabía upprætti al Qaeda fyrir meira en áratug síðan hafa herskáir hópar gert atlögur að lögreglustöðvum og á síðasta ári voru meðlimur varnarsveita landsins og bengalskur ríkisborgari myrtir í árás á öryggisstöð í Buraidah, auk þess sem lögreglumaður var myrtur í annarri árás í Taif.
