Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 16:21 Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í nýjustu James Bond kvikmyndinni. Getty/Jemal Countess Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira