Fimm ára drengur varð vitni að morðum á móður sinni og bróður Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 17:59 Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Fjöllin þar sem drengurinn fannst sjást í bakgrunni. Getty/Laszlo Szirtesi Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári. Spánn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári.
Spánn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira