Lífið

Magnús „álfarannsakandi“ fræðir BBC

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Magnús Skarphéðinsson fær áhugaverðan titil í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Magnús Skarphéðinsson fær áhugaverðan titil í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. skjáskot
Meint álfatrú Íslendinga heldur áfram að vekja undrun útlendinga. Breska ríkisútvarpið ferðaðist hingað til lands og tók álfaáhugamenn og sérfræðinga tali, til að varpa ljósi á þessa merkilegu hjátrú.

Afraksturinn má sjá hér að neðan, en þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem BBC fjallar um álfatrú á Íslandi. Það gerði miðillinn síðast í desember og vísaði þá til könnunnar frá árinu 2007 sem sýndi fram á að um 62% íslensku þjóðarinnar trúir á tilvist álfa og huldufólks. Nýjar tölur frá Maskínu sýna hins vegar fram á að hlutfallið sé í kringum 31% í dag.

Í myndbandinu hér að neðan, sem BBC Ideas birti í gær, er meðal annars rætt við þjóðfræðiprófessorinn Terry Gunnell og nemana Magneu Gná Jóhannsdóttur og Helgu Osterby Þórðardóttur. Þá er jafnframt rætt við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, sem fræðir áhorfendur um flutning á hvers kyns grjóti í aðdraganda vegaframkvæmda sem talið hefur verið að séu hýbýli álfa.

Leiðsögumaðurinn Sigurbjörg Karlsdóttir, sem býður upp á sérstakar álfaferðir, er einnig tekinn tali - sem og Magnús Skarphéðinsson, sem titlaður er „álfarannsakandi.“

Afrakstur heimsóknar BBC Ideas má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×