Frábær opnun Elliðavatns í gær Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2019 08:38 Guðjón Hlöðversson með 70 sm urriðann sem hann veiddi í gær í Elliðavatni. Mynd: Veiðikortið Ein helsta uppeldisstöð veiðimanna á höfuðborgarsvæðinu opnaði formlega fyrir veiðimönnum í gær og veiðin var mun betri en von var á. Þegar veiði hefst í Elliðavatni mæta margir af skyldurækni til að hefja tímabilið í vatninu án þess að vera sérstaklega vongóðir um veiði því hann vill oft vera tregur til að taka fyrstu dagana. Það á kannski við á hefðbundnum fyrsta degi sumars þegar það er kalt og hryssingslegt en það átti bara ekki við í gær. Það var 14-15 stiga hiti og fallegt veður við vatnið og margir mættir strax um sjö til að ná í bestu veiðistaðina. Fyrstu fiskarnir voru að koma á land strax um sjö leitið og það er ekki annað að heyra en að veiðin hafi verið góð um allt vatn miðað við árstíma. Það voru margir komnir með einn til tvo fiska og mesta veiðin sem við höfum haft fregnir af var veiðimaður sem var kominn með átta fiska um hádegi og allt á púpur. Það skýtur skökku við því yfirleitt er fiskurinn mest að taka litlar straumflugur á þessum tíma. Það veiddust allar stærðir af fiskum en sá stærsti var 70 cm urriði sem Guðjón Hlöðversson veiddi en hann fékk auk þess fjóra aðra urriða. Veiðimenn sem við höfum heyrt af eru kampakátir með fyrsta veiðidaginn í vatninu en það verður þó að nefna að allir tala þeir um slælega umgengni við bakkann. Girni, gosdósir, sígarettustubbar og annað drasl skyggði aðeins á útiveruna. Við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um þetta fallega vatn og taka upp rusl sem er við bakkann. Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 20 punda urriði á Þingvöllum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði
Ein helsta uppeldisstöð veiðimanna á höfuðborgarsvæðinu opnaði formlega fyrir veiðimönnum í gær og veiðin var mun betri en von var á. Þegar veiði hefst í Elliðavatni mæta margir af skyldurækni til að hefja tímabilið í vatninu án þess að vera sérstaklega vongóðir um veiði því hann vill oft vera tregur til að taka fyrstu dagana. Það á kannski við á hefðbundnum fyrsta degi sumars þegar það er kalt og hryssingslegt en það átti bara ekki við í gær. Það var 14-15 stiga hiti og fallegt veður við vatnið og margir mættir strax um sjö til að ná í bestu veiðistaðina. Fyrstu fiskarnir voru að koma á land strax um sjö leitið og það er ekki annað að heyra en að veiðin hafi verið góð um allt vatn miðað við árstíma. Það voru margir komnir með einn til tvo fiska og mesta veiðin sem við höfum haft fregnir af var veiðimaður sem var kominn með átta fiska um hádegi og allt á púpur. Það skýtur skökku við því yfirleitt er fiskurinn mest að taka litlar straumflugur á þessum tíma. Það veiddust allar stærðir af fiskum en sá stærsti var 70 cm urriði sem Guðjón Hlöðversson veiddi en hann fékk auk þess fjóra aðra urriða. Veiðimenn sem við höfum heyrt af eru kampakátir með fyrsta veiðidaginn í vatninu en það verður þó að nefna að allir tala þeir um slælega umgengni við bakkann. Girni, gosdósir, sígarettustubbar og annað drasl skyggði aðeins á útiveruna. Við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um þetta fallega vatn og taka upp rusl sem er við bakkann.
Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 20 punda urriði á Þingvöllum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði