Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2019 17:00 Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. Ágúst Þór Gylfason þjálfari Blika setti þá Guðjón Pétur Lýðsson, Arnar Svein Geirsson og Höskuld Gunnlaugsson alla beint í inn í byrjunarlið sitt en þeir hafa bæst í hóp Blika nú rétt fyrir mót. Gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en heimamenn áttu þó sínar sóknir, þeir lágu aftarlega og reyndu að sækja hratt þegar færi gafst. Blikar fengu þó besta færi fyrri hálfleiksins þegar Aron Bjarnason átti skot og þeir Thomas Mikkelsen og Viktor Örn Margeirsson voru nálægt því að pota boltanum inn á fjærstönginni en boltinn fór í tréverkið. Vladimir Tufegdzig fékk einnig ágætt færi hjá Grindavík þegar hann koms einn gegn Gunnleifi en náði ekki góðu skoti að marki. Í seinni hálfleik komu heimamenn aðeins framar á völlinn en Blikar voru þó ennþá skeinuhættari í sínum aðgerðum. Á 62.mínútu kom síðan fyrra mark gestanna þegar þeirra besti maður í dag, Aron Bjarnason, skoraði með góðu skoti úr teignum. Eftir markið hefðu Grindvíkingar þurft að koma aðeins framar á völlinn en þeir gerðu. Þeir náðu ekki almennilegri pressu á gestina og sköpuðu sér lítið af alvöru færum. Á 90.mínútu gulltryggði síðan Kolbeinn Þórðarson sigur Blika þegar hann skoraði gott mark en heimamenn voru þá orðnir fremur fámennir í vörninni. 2-0 sigur staðreynd og Blikar fögnuðu vel í leikslok.Af hverju vann Breiðablik?Gestirnir sýndu engan glansleik en þó mjög góða liðsframmistöðu. Þeir hafa einnig á að skipa meiri einstaklingsgæðum en lið Grindavíkur og það sýndi sig vel í fyrra marki Blika sem Aron Bjarnason skoraði glæsilega. Þó svo að heimamenn fengju einhver hálffæri var eins og það vantaði ögn meira hugrekki hjá þeim til að halda boltanum betur og gera harðari atlögu að marki Blika. Leikmenn þeirra á fremri hluta vallarins komust ekki í takt við leikinn og þurfa að gera betur.Þessir stóðu upp úr:Hjá Breiðablik var Aron Bjarnason öflugur og það skapaðist oftast hætta þegar hann fékk boltann. Hann skoraði auk þess gott mark og spurning hvort nú sé komið að því að hann springi almennilega út. Damir Muminovic fór fyrir traustri vörn Blika og þá var Andri Rafn Yeoman vinnusamur eins og vanalega. Hjá Grindavík var Elias Tamburini duglegur að sækja fram völlinn og átti ágætis leik. Gunnar Þorsteinsson og Rodrigo Mateo komust skammlaust frá leiknum á miðjunni og varnarleikur heimamanna var nokkuð öflugur stærstan hluta leiksins.Hvað gekk illa?Heimamenn hefðu þurft meiri kraft í sóknina og meiri sköpunarkraft á síðasta þriðjungi vallarins. Þeir sköpuðu sér einhver hálffæri en dauðafærin létu á sér standa.Hvað gerist næst?Heimamenn taka á móti Stjörnunni á heimavelli næsta sunnudag. Þeir þurfa að sýna góða frammistöðu þar ætli þeir sér sigur enda Stjarnan með hörkulið. Breiðablik á framundan leik gegn HK í Kórnum. Það er fyrsti Kópavogsslagurinn í efstu deild í ansi mörg ár og eflaust mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum liðanna. Ágúst: Ætlum að leita út fyrir landsteinanaÁgúst Gylfason er þjálfari Blika.Vísir/AntonÁgúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“ Tufa: Hefði viljað sjá okkur hugrakkari í seinni hálfleikTufa var ekki ánægður eftir tapið í dag.Vísir/Ernir„Það eru alltaf vonbrigði að tapa, sérstaklega á heimavelli. Þetta var minn fyrsti leikur með Grindavík þannig að viljinn var mikill að ná í betri úrslit,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Blikum í dag. „ Mér fannst fram að fyrra markinu þetta vera hörkuleikur. Við erum að spila gegn einu best mannaða liði deildarinnar. Við gáfum þeim ekkert mikið af færum þó að þeir væru meira með boltann. Í fyrsta markinu sýnir Aron gott einstaklingsframtak og það er munurinn á endanum, það sem skilur á milli.“ Grindvíkingar voru fremur bitlausir fram á við í dag og ógnuðu marki gestanna ekki að ráði eftir að þeir komust í 1-0. „Ég hefði viljað sjá okkur hugrakkari í seinni hálfleiknum, halda boltanum betur og sækja aðeins grimmar á markið þeirra. Það var ekki og við þurfum að bæta það í næsta leik.“ Þrátt fyrir bitleysi fram á við kom fyrsta skipting Grindavíkur ekki fyrr en á 81.mínútu leiksins. „Á þessum tímapunkti þegar um 20 mínútur voru eftir fannst mér við vera að koma vel fram og fá 2-3 hálffæri, það lá mark í loftinu. Svona er fótboltinn og strákarnir sem komu inn reyndu að að setja púður í þetta en þá fáum við annað mark á okkur þegar við erum að sækja á mörgum mönnum,“ sagði Tufa og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja hópinn frekar. „Ekki eins og staðan er núna, þetta er hópurinn sem við byrjum mótið með og ég er mjög ánægður með hópinn og strákana. Við sjáum til ef eitthvað breytist.“ Grindvíkingar eiga marga leiki á heimavelli í upphafi móts en fjórir af fyrstu fimm leikjunum þeirra spila þeir hér í Grindavík. „Það er planið að vera sterkir á heimavelli og sækja stig þar. Fyrsta tækifærið er farið og við unnum þennan leik ekki. Hrós á Breiðablik, þeir eru vel spilandi lið og við reyndum að gefa þeim hörkuleik og heilt yfir er ég ánægður. Það sem situr í mér að ég vildi sjá meiri ástríðu og hugrekki þegar þeir voru komnir 1-0 yfir,“ sagði Tufa að lokum. Aron: Fékk hann á vinstri og þrumaði bara í fjærBlikar fagna marki.vísir/báraAron Bjarnason skoraði fyrra mark Breiðabliks í Grindavík í dag og átti góðan leik fyrir þá grænklæddu. „Ég er gríðarlega sáttur. Ég hef verið að spila vel í vetur og ákvað að taka það með mér inn í mótið, sýna hvað ég get. Ef ég fæ að spila 90 mínútur þá mun ég skila mörkum og ég sýndi það í dag.“ Aron gerði vel þegar hann skoraði markið, kláraði færið afskaplega vel. „Ég fékk hann á vinstri og þrumaði bara í fjær, gott mark.“ Aron var á því að sigurinn í dag hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það, mér fannst við alltaf hættulegri og mér leið eins og þetta væri alltaf að fara að koma. Markmið okkar er að gera betur en í fyrra sem eru nokkuð skýr markmið. Það hafa verið fínar bætingar við hópinn á síðustu vikum sem ýtir öllum í hópnum upp, menn þurfa að stíga upp til að eiga sæti í liðinu,“ sagði Aron að lokum. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. Ágúst Þór Gylfason þjálfari Blika setti þá Guðjón Pétur Lýðsson, Arnar Svein Geirsson og Höskuld Gunnlaugsson alla beint í inn í byrjunarlið sitt en þeir hafa bæst í hóp Blika nú rétt fyrir mót. Gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en heimamenn áttu þó sínar sóknir, þeir lágu aftarlega og reyndu að sækja hratt þegar færi gafst. Blikar fengu þó besta færi fyrri hálfleiksins þegar Aron Bjarnason átti skot og þeir Thomas Mikkelsen og Viktor Örn Margeirsson voru nálægt því að pota boltanum inn á fjærstönginni en boltinn fór í tréverkið. Vladimir Tufegdzig fékk einnig ágætt færi hjá Grindavík þegar hann koms einn gegn Gunnleifi en náði ekki góðu skoti að marki. Í seinni hálfleik komu heimamenn aðeins framar á völlinn en Blikar voru þó ennþá skeinuhættari í sínum aðgerðum. Á 62.mínútu kom síðan fyrra mark gestanna þegar þeirra besti maður í dag, Aron Bjarnason, skoraði með góðu skoti úr teignum. Eftir markið hefðu Grindvíkingar þurft að koma aðeins framar á völlinn en þeir gerðu. Þeir náðu ekki almennilegri pressu á gestina og sköpuðu sér lítið af alvöru færum. Á 90.mínútu gulltryggði síðan Kolbeinn Þórðarson sigur Blika þegar hann skoraði gott mark en heimamenn voru þá orðnir fremur fámennir í vörninni. 2-0 sigur staðreynd og Blikar fögnuðu vel í leikslok.Af hverju vann Breiðablik?Gestirnir sýndu engan glansleik en þó mjög góða liðsframmistöðu. Þeir hafa einnig á að skipa meiri einstaklingsgæðum en lið Grindavíkur og það sýndi sig vel í fyrra marki Blika sem Aron Bjarnason skoraði glæsilega. Þó svo að heimamenn fengju einhver hálffæri var eins og það vantaði ögn meira hugrekki hjá þeim til að halda boltanum betur og gera harðari atlögu að marki Blika. Leikmenn þeirra á fremri hluta vallarins komust ekki í takt við leikinn og þurfa að gera betur.Þessir stóðu upp úr:Hjá Breiðablik var Aron Bjarnason öflugur og það skapaðist oftast hætta þegar hann fékk boltann. Hann skoraði auk þess gott mark og spurning hvort nú sé komið að því að hann springi almennilega út. Damir Muminovic fór fyrir traustri vörn Blika og þá var Andri Rafn Yeoman vinnusamur eins og vanalega. Hjá Grindavík var Elias Tamburini duglegur að sækja fram völlinn og átti ágætis leik. Gunnar Þorsteinsson og Rodrigo Mateo komust skammlaust frá leiknum á miðjunni og varnarleikur heimamanna var nokkuð öflugur stærstan hluta leiksins.Hvað gekk illa?Heimamenn hefðu þurft meiri kraft í sóknina og meiri sköpunarkraft á síðasta þriðjungi vallarins. Þeir sköpuðu sér einhver hálffæri en dauðafærin létu á sér standa.Hvað gerist næst?Heimamenn taka á móti Stjörnunni á heimavelli næsta sunnudag. Þeir þurfa að sýna góða frammistöðu þar ætli þeir sér sigur enda Stjarnan með hörkulið. Breiðablik á framundan leik gegn HK í Kórnum. Það er fyrsti Kópavogsslagurinn í efstu deild í ansi mörg ár og eflaust mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum liðanna. Ágúst: Ætlum að leita út fyrir landsteinanaÁgúst Gylfason er þjálfari Blika.Vísir/AntonÁgúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“ Tufa: Hefði viljað sjá okkur hugrakkari í seinni hálfleikTufa var ekki ánægður eftir tapið í dag.Vísir/Ernir„Það eru alltaf vonbrigði að tapa, sérstaklega á heimavelli. Þetta var minn fyrsti leikur með Grindavík þannig að viljinn var mikill að ná í betri úrslit,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Blikum í dag. „ Mér fannst fram að fyrra markinu þetta vera hörkuleikur. Við erum að spila gegn einu best mannaða liði deildarinnar. Við gáfum þeim ekkert mikið af færum þó að þeir væru meira með boltann. Í fyrsta markinu sýnir Aron gott einstaklingsframtak og það er munurinn á endanum, það sem skilur á milli.“ Grindvíkingar voru fremur bitlausir fram á við í dag og ógnuðu marki gestanna ekki að ráði eftir að þeir komust í 1-0. „Ég hefði viljað sjá okkur hugrakkari í seinni hálfleiknum, halda boltanum betur og sækja aðeins grimmar á markið þeirra. Það var ekki og við þurfum að bæta það í næsta leik.“ Þrátt fyrir bitleysi fram á við kom fyrsta skipting Grindavíkur ekki fyrr en á 81.mínútu leiksins. „Á þessum tímapunkti þegar um 20 mínútur voru eftir fannst mér við vera að koma vel fram og fá 2-3 hálffæri, það lá mark í loftinu. Svona er fótboltinn og strákarnir sem komu inn reyndu að að setja púður í þetta en þá fáum við annað mark á okkur þegar við erum að sækja á mörgum mönnum,“ sagði Tufa og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja hópinn frekar. „Ekki eins og staðan er núna, þetta er hópurinn sem við byrjum mótið með og ég er mjög ánægður með hópinn og strákana. Við sjáum til ef eitthvað breytist.“ Grindvíkingar eiga marga leiki á heimavelli í upphafi móts en fjórir af fyrstu fimm leikjunum þeirra spila þeir hér í Grindavík. „Það er planið að vera sterkir á heimavelli og sækja stig þar. Fyrsta tækifærið er farið og við unnum þennan leik ekki. Hrós á Breiðablik, þeir eru vel spilandi lið og við reyndum að gefa þeim hörkuleik og heilt yfir er ég ánægður. Það sem situr í mér að ég vildi sjá meiri ástríðu og hugrekki þegar þeir voru komnir 1-0 yfir,“ sagði Tufa að lokum. Aron: Fékk hann á vinstri og þrumaði bara í fjærBlikar fagna marki.vísir/báraAron Bjarnason skoraði fyrra mark Breiðabliks í Grindavík í dag og átti góðan leik fyrir þá grænklæddu. „Ég er gríðarlega sáttur. Ég hef verið að spila vel í vetur og ákvað að taka það með mér inn í mótið, sýna hvað ég get. Ef ég fæ að spila 90 mínútur þá mun ég skila mörkum og ég sýndi það í dag.“ Aron gerði vel þegar hann skoraði markið, kláraði færið afskaplega vel. „Ég fékk hann á vinstri og þrumaði bara í fjær, gott mark.“ Aron var á því að sigurinn í dag hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það, mér fannst við alltaf hættulegri og mér leið eins og þetta væri alltaf að fara að koma. Markmið okkar er að gera betur en í fyrra sem eru nokkuð skýr markmið. Það hafa verið fínar bætingar við hópinn á síðustu vikum sem ýtir öllum í hópnum upp, menn þurfa að stíga upp til að eiga sæti í liðinu,“ sagði Aron að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti