Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon eru í vandræðum í næstneðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar fjórum umferðum er ólokið.
Í dag varð liðið af mikilvægum stigum þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Caen í fallslag en liðin höfðu sætaskipti í kjölfarið og hefur Caen nú einu stigi meira en Dijon.
Rúnar Alex lék allan leikinn í marki Dijon.
Rúnar og félagar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en í því sæti situr stjörnum prýtt lið Monaco og ljóst að það þarf allt að ganga upp hjá Dijon í lokaumferðunum svo liðið haldi sæti sínu í Ligue 1.
