Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2019 14:02 Þær eru ansi vænar bleikjurnar í Köldukvísl Mynd: Fish Partner Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að hálendisveiðin fari í almennilega í gang en það má nú samt komast í flotta veiði núna. Ein af bestu bleikjuám landsins er Kaldakvísl en hún hefur lengi verið vinsæl hjá þeim sem sækjast í að áskorun og stórar bleikjur. Og það er engu logið með stórar bleikjur þarna en það er algengt að það veiðist á hverju sumri 6-8 punda bleikjur og þorrinn af því sem er að veiðast er 3-5 punda. Bleikjan væn og vel haldin enda er mikið æti á þessu vatnasvæði og veiðin getur verið góð allt tímabilið. Aðeins er veitt á flugu og þarna er öllum fiski sleppt. Það er veitt frá ósum þar sem áin rennur í virkjunarlónið og vel upp eftir öllu. Á efri svæðunum er líka vænn urriði og landslag sem gerir alla veiðiupplifun þarna ansi magnaða. Þeir sem vilja veiða þetta svæði geta skoðað laus leyfi hjá Fishpartner. Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að hálendisveiðin fari í almennilega í gang en það má nú samt komast í flotta veiði núna. Ein af bestu bleikjuám landsins er Kaldakvísl en hún hefur lengi verið vinsæl hjá þeim sem sækjast í að áskorun og stórar bleikjur. Og það er engu logið með stórar bleikjur þarna en það er algengt að það veiðist á hverju sumri 6-8 punda bleikjur og þorrinn af því sem er að veiðast er 3-5 punda. Bleikjan væn og vel haldin enda er mikið æti á þessu vatnasvæði og veiðin getur verið góð allt tímabilið. Aðeins er veitt á flugu og þarna er öllum fiski sleppt. Það er veitt frá ósum þar sem áin rennur í virkjunarlónið og vel upp eftir öllu. Á efri svæðunum er líka vænn urriði og landslag sem gerir alla veiðiupplifun þarna ansi magnaða. Þeir sem vilja veiða þetta svæði geta skoðað laus leyfi hjá Fishpartner.
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði