Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:30 Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt á móti Ajax í gær. AP/Martin Meissner Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira