Hlaðvarp um veiði komið í loftið Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2019 11:00 Veiðimenn fá aldrei nóg af bókum, tímaritum og sjónvarpsþáttum um veiði og í raun sækjast veiðimenn bara í allt sem tengist veiði. Það er þess vegna fagnaðarefni þegar eitthvað nýtt bætist á þessan lista en nú er komið hlasðvarp eða podcast um veiði og veiðitengd mál. Veiðivísi barst tilkynning þess efnis og er hún hér að neðan og við óskum aðstandendum hlaðvarpsins til lukku með þetta og þessu frumkvæði eiga veiðimenn og veiðikonur landsins líklega eftir að taka fagnandi. Það er erfitt að vera fluguveiðimaður fastur í miðjum íslenskum vetri. Það þekkja félagarnir Hafsteinn Már Sigurðsson og Sigþór Steinn Ólafsson mætavel. Til að lina þjáningar sínar, og vonandi annarra í leiðinni, og stytta biðina eftir sumrinu ákváðu þeir að búa til hlaðvarp, eða podcast, um fluguveiði. Hlaðvarpið er nú farið í loftið og ber heitið Flugucastið. Flugucastið fær til sín einn veiðimann í hverjum þætti sem deilir veiðisögum sínum en allir viðmælendurnir hafa af nógu að taka í reynslubankanum. Þeir deila sögum af sorgum og sigrum, merkilegum veiðistöðum, gefa góð ráð fyrir ákveðna veiði eða ákveðin veiðisvæði og svo mætti lengi telja. Meðal þeirra sem þegar hafa komið fram í þáttunum eru Björn K. Rúnarsson, Eggert Skúlason og Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson. Nýjum þáttum er sleppt út í alheiminn á fimmtudögum og Sigþór og Hafsteinn lofa því að margar sleggjur úr veiðibransanum séu væntanlegar í þáttinn en vilja ekki gefa meiri uppi að svo stöddu heldur hvetja fólk til að fylgjast spennt með. Umsjónarmenn þáttarins eru, eins og gefur að skilja, forfallnir veiðimenn. Sigþór Steinn hefur komið víða við í veiðibransanum undanfarin tuttugu ár. Hann hefur stundað allt frá maðkatínslu og fluguhnýtingar yfir í leiðsögn og rekstur veiðisvæða. Hann hefur dvalið átta sumur við leiðsögn í Kjarrá í Borgarfirði en komið mun víðar við í leiðsögn í gegnum tíðina. Hann kann þó best við sig á bökkum Laxár í Mývatnssveit að egna fyrir urriða með þurrflugu. Hafsteinn Már Sigurðsson er múrari, hljóðmaður, sjálfskipaður grínari og gallharður Kópavogsbúi sem fékk alvarlega veiðibakteríu á þrítugsaldri og líður hvergi betur en við árbakkann, helst á svæði IV í Blöndu eða við Hrútafjarðará. Flugucastið er aðgengilegt á Spotify, Soundcloud og Apple Podcasts. Hægt er að fylgjast með fréttum af nýjum þáttum á Facebook-síðu Flugucastsins: https://www.facebook.com/flugucastid Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði
Veiðimenn fá aldrei nóg af bókum, tímaritum og sjónvarpsþáttum um veiði og í raun sækjast veiðimenn bara í allt sem tengist veiði. Það er þess vegna fagnaðarefni þegar eitthvað nýtt bætist á þessan lista en nú er komið hlasðvarp eða podcast um veiði og veiðitengd mál. Veiðivísi barst tilkynning þess efnis og er hún hér að neðan og við óskum aðstandendum hlaðvarpsins til lukku með þetta og þessu frumkvæði eiga veiðimenn og veiðikonur landsins líklega eftir að taka fagnandi. Það er erfitt að vera fluguveiðimaður fastur í miðjum íslenskum vetri. Það þekkja félagarnir Hafsteinn Már Sigurðsson og Sigþór Steinn Ólafsson mætavel. Til að lina þjáningar sínar, og vonandi annarra í leiðinni, og stytta biðina eftir sumrinu ákváðu þeir að búa til hlaðvarp, eða podcast, um fluguveiði. Hlaðvarpið er nú farið í loftið og ber heitið Flugucastið. Flugucastið fær til sín einn veiðimann í hverjum þætti sem deilir veiðisögum sínum en allir viðmælendurnir hafa af nógu að taka í reynslubankanum. Þeir deila sögum af sorgum og sigrum, merkilegum veiðistöðum, gefa góð ráð fyrir ákveðna veiði eða ákveðin veiðisvæði og svo mætti lengi telja. Meðal þeirra sem þegar hafa komið fram í þáttunum eru Björn K. Rúnarsson, Eggert Skúlason og Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson. Nýjum þáttum er sleppt út í alheiminn á fimmtudögum og Sigþór og Hafsteinn lofa því að margar sleggjur úr veiðibransanum séu væntanlegar í þáttinn en vilja ekki gefa meiri uppi að svo stöddu heldur hvetja fólk til að fylgjast spennt með. Umsjónarmenn þáttarins eru, eins og gefur að skilja, forfallnir veiðimenn. Sigþór Steinn hefur komið víða við í veiðibransanum undanfarin tuttugu ár. Hann hefur stundað allt frá maðkatínslu og fluguhnýtingar yfir í leiðsögn og rekstur veiðisvæða. Hann hefur dvalið átta sumur við leiðsögn í Kjarrá í Borgarfirði en komið mun víðar við í leiðsögn í gegnum tíðina. Hann kann þó best við sig á bökkum Laxár í Mývatnssveit að egna fyrir urriða með þurrflugu. Hafsteinn Már Sigurðsson er múrari, hljóðmaður, sjálfskipaður grínari og gallharður Kópavogsbúi sem fékk alvarlega veiðibakteríu á þrítugsaldri og líður hvergi betur en við árbakkann, helst á svæði IV í Blöndu eða við Hrútafjarðará. Flugucastið er aðgengilegt á Spotify, Soundcloud og Apple Podcasts. Hægt er að fylgjast með fréttum af nýjum þáttum á Facebook-síðu Flugucastsins: https://www.facebook.com/flugucastid
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði