„Messi vissi að þetta var slys“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:00 Lionel Messi liggur í grasinu en Chris Smalling er lengst til hægri. AP/Jon Super Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Slakir velli ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti