„Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:30 Luis Suarez í leiknum á Old Trafford á miðvikudagskvöldið. Getty/Robbie Jay Barratt Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira
Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Sjá meira