Nýr Herjólfur Óttar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2019 07:15 Ég hef um árabil hitt ágætan sálfræðing reglulega. Margsinnis hef ég staðið á erfiðum krossgötum og ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að mestu skipti að taka ákvörðun og halda áfram. „Taktu ákvörðun og stattu undir þeirri ákvörðun sem þú tekur. Það er sjaldnast til blessunar að skipta um hest í ánni miðri. Ákvörðun sem þú tekur á eigin forsendum getur aldrei verið röng!“ sagði hann stundum. „Já, og ekki leita ráða hjá mörgum. Það fer venjulega illa.“ Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég las byggingarsögu nýju Vestmannaeyjaferjunnar. Þegar smíði skipsins var löngu hafin ákváðu menn að lengja það um 7 metra með tilheyrandi kostnaði. Nokkru síðar fengu menn þá umhverfisvænu hugmynd að skipið skyldi knúið rafmagni. Enn var lagt í kostnaðarsamar breytingar og endurbyggingu. Skipið var meira og minna endurhannað í kringum rafhlöðurnar. Nýjar og nýjar snjallar ákvarðanir voru teknar um breytingar með tilheyrandi töfum, kostnaði og ósamkomulagi. Það er reyndar ekki einfalt verk að byggja nýjan Herjólf. Skipið á bæði að vera flatbotna eins og landgönguprammi og líka gott sjóskip í röstinni fyrir Suðurlandi. Nú mun það vera farbúið en pólsku skipasmiðirnir vilja fá eitthvað fyrir allar breytingarnar. Þá loksins gat hin ákvarðanafælna Vegagerð tekið ákvörðun. „Við borgum ekki,“ sögðu menn eins og í gömlu Dario Fo leikriti. Skipið bíður og ekkert gerist. Dýpkunarskipin halda áfram að færa Landeyjasand úr stað. Gamalt skilti hjá vinkonu minni í ferðabransanum kemur upp í hugann: „Þú breytir ekki eftirá nema gegn gjaldi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun
Ég hef um árabil hitt ágætan sálfræðing reglulega. Margsinnis hef ég staðið á erfiðum krossgötum og ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að mestu skipti að taka ákvörðun og halda áfram. „Taktu ákvörðun og stattu undir þeirri ákvörðun sem þú tekur. Það er sjaldnast til blessunar að skipta um hest í ánni miðri. Ákvörðun sem þú tekur á eigin forsendum getur aldrei verið röng!“ sagði hann stundum. „Já, og ekki leita ráða hjá mörgum. Það fer venjulega illa.“ Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég las byggingarsögu nýju Vestmannaeyjaferjunnar. Þegar smíði skipsins var löngu hafin ákváðu menn að lengja það um 7 metra með tilheyrandi kostnaði. Nokkru síðar fengu menn þá umhverfisvænu hugmynd að skipið skyldi knúið rafmagni. Enn var lagt í kostnaðarsamar breytingar og endurbyggingu. Skipið var meira og minna endurhannað í kringum rafhlöðurnar. Nýjar og nýjar snjallar ákvarðanir voru teknar um breytingar með tilheyrandi töfum, kostnaði og ósamkomulagi. Það er reyndar ekki einfalt verk að byggja nýjan Herjólf. Skipið á bæði að vera flatbotna eins og landgönguprammi og líka gott sjóskip í röstinni fyrir Suðurlandi. Nú mun það vera farbúið en pólsku skipasmiðirnir vilja fá eitthvað fyrir allar breytingarnar. Þá loksins gat hin ákvarðanafælna Vegagerð tekið ákvörðun. „Við borgum ekki,“ sögðu menn eins og í gömlu Dario Fo leikriti. Skipið bíður og ekkert gerist. Dýpkunarskipin halda áfram að færa Landeyjasand úr stað. Gamalt skilti hjá vinkonu minni í ferðabransanum kemur upp í hugann: „Þú breytir ekki eftirá nema gegn gjaldi.“
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun