Aldrei unnið Barcelona á Nývangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 16:30 Frægasta mark Ole Gunnars Solskjær kom á Nývangi. Núna er verkefni hans að stýra sínum mönnum til sigurs á þessum sögufræga leikvangi til að Manchester United komist áfram í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira
Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira
Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30
Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30
Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00
Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00