Stórt próf fyrir lærisveina Pep Guardiola í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Sergio Aguero og Raheem Sterling fagna marki hjá Manchester City. Getty/Laurence Griffiths Manchester City og Tottenham mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna og er einum leik frá því að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á sama tíma er Manchester City einum leik frá því að komast í undanúrslitin í annað sinn í sögu félagsins. Líkt og í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester City örlögin í eigin höndum þegar lokaspretturinn er að hefjast. Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum í Manchester sem hefur verið vígi City-manna undanfarin ár. Síðan Crystal Palace vann óvætan sigur tveimur dögum fyrir jól hefur Manchester City leikið tólf leiki í öllum keppnum á heimavelli og eru tólf sigrar staðreynd. Sergio Aguero reyndist Tottenham erfiður fyrstu ár Aguero á Englandi þegar hann skoraði tíu mörk í sjö en hann hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum gegn Tottenham. Þetta er fyrri viðureign liðanna í þessari viku sem mætast á ný um helgina. Á einni viku mætir Manchester City því Tottenham tvisvar og á leik gegn Manchester United eftir viku. „Ef við vinnum ekki þessa þrjá leiki þá erum við úr sögunni í tveimur keppnum. Þetta eru úrslitaleikir fyrir okkur en við erum bara að spila úrslitaleiki þessa dagana,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City í aðdraganda leiksins. Tottenham leikur án Harry Kane eftir að Kane meiddist í fyrri leik liðanna en það ætti ekki að há Spurs. Tottenham vann fimm leiki af sjö þegar Kane var meiddur í byrjun árs og þekkir Mauricio Pochettino því vel að leggja upp leiki án síns helsta markaskorara. Á sama tíma tekur Porto á móti Liverpool í Portúgal. Þegar þessi lið mættust á sama velli í fyrra vann Liverpool 5-0 sigur en Bítlaborgarmenn leiða 2-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Manchester City og Tottenham mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna og er einum leik frá því að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á sama tíma er Manchester City einum leik frá því að komast í undanúrslitin í annað sinn í sögu félagsins. Líkt og í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester City örlögin í eigin höndum þegar lokaspretturinn er að hefjast. Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum í Manchester sem hefur verið vígi City-manna undanfarin ár. Síðan Crystal Palace vann óvætan sigur tveimur dögum fyrir jól hefur Manchester City leikið tólf leiki í öllum keppnum á heimavelli og eru tólf sigrar staðreynd. Sergio Aguero reyndist Tottenham erfiður fyrstu ár Aguero á Englandi þegar hann skoraði tíu mörk í sjö en hann hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum gegn Tottenham. Þetta er fyrri viðureign liðanna í þessari viku sem mætast á ný um helgina. Á einni viku mætir Manchester City því Tottenham tvisvar og á leik gegn Manchester United eftir viku. „Ef við vinnum ekki þessa þrjá leiki þá erum við úr sögunni í tveimur keppnum. Þetta eru úrslitaleikir fyrir okkur en við erum bara að spila úrslitaleiki þessa dagana,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City í aðdraganda leiksins. Tottenham leikur án Harry Kane eftir að Kane meiddist í fyrri leik liðanna en það ætti ekki að há Spurs. Tottenham vann fimm leiki af sjö þegar Kane var meiddur í byrjun árs og þekkir Mauricio Pochettino því vel að leggja upp leiki án síns helsta markaskorara. Á sama tíma tekur Porto á móti Liverpool í Portúgal. Þegar þessi lið mættust á sama velli í fyrra vann Liverpool 5-0 sigur en Bítlaborgarmenn leiða 2-0 eftir fyrri leik liðanna.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira