Enski boltinn

Voru næstum úr leik eftir fjórar umferðir í riðlakeppninni: Fjórum mánuðum síðar í undanúrslitum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Llorente fagnar í gær.
Llorente fagnar í gær. vísir/getty
Tottenham er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir frábæran knattspyrnuleik gegn Manchester City í gærkvöldi. Lokatölur 4-3.

Tottenham vann fyrir leikinn 1-0 og var í fínni stöðu fyrir síðari leikinn en leikurinn í gærkvöldi var stórkostlegur. Staðan var 2-2 eftir tuttugu mínútur.

Lundúnarliðið náði hins vegar að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þegar litið er til baka í riðlakeppnina voru þeir ekki langt frá því að detta út á þeim stað í keppninni.







Liðið var einungis tólf mínútum frá því að detta út en í fjórðu umferðinni í riðlinum spiluðu þeir við PSV og voru næstum því dottnir úr leik eftir að hafa verið undir á heimavelli. Þeir snéru taflinu við og redduðu sér.

Tottenham og Inter enduðu bæði með átta stig í riðlinum og með sama markahlutfall en Tottenham skoraði fleiri mörk. Munaði mjóu en nú nokkrum mánuðum síðar er liðið komið í undanúrslitin gegn Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×