Jokowi endurkjörinn sem forseti Indónesíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Joko Widodo virðist ætla að halda forsetastólnum. Nordicphotos/AFP Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira