Öfgaíhaldsflokknum Vox hefur verið meinað að taka þátt í einu staðfestu sjónvarpskappræðunum fyrir spænsku þingkosningarnar sem fara fram þann 28. apríl. Yfirkjörstjórn á Spáni tilkynnti um bannið í gær og sagði að þátttaka Vox fæli í sér brot á kosningalögum.
Atresmedia, sjónvarpsstöðin sem heldur kappræðurnar, hafði áður tilkynnt um að Vox fengi að taka þátt í kappræðunum. Þótt Atresmedia ætli að hlýða kjörstjórn sagði stöðin í tilkynningu að það væri besta blaðamennskan, og best fyrir kjósendur, að Vox fengi að taka þátt.
Ákvörðun kjörstjórnar grundvallast á því að Vox fékk engin sæti á spænska þinginu í síðustu kosningum og afar lítinn hluta atkvæða.
Samkvæmt könnun sem Demoscopia Servicios birti í gær er fylgi Vox 12,2 prósent.
Öfgaflokkur ekki með í kappræðum
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
