Jason Momoa sendi einn höfunda Game of Thrones á bráðamóttöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 20:18 Ef það er eitthvað sem David Benioff, annar forsvarsmanna Game of Thrones, hefur lært af framleiðslu þáttanna, þá er það að skora ekki á Jason Momoa í „slap“-leiknum svokallaða. Ef það er eitthvað sem David Benioff, annar forsvarsmanna Game of Thrones, hefur lært af framleiðslu þáttanna, þá er það að skora ekki á Jason Momoa í „slap“-leiknum eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum. Það er leikur sem gengur út á það að berja á hendur andstæðings þíns áður en hann kemur hendinni undan. Þetta gerði Benioff fyrir nokkrum árum á krá í Belfast og þurfti hann að fara á bráðamóttöku í kjölfarið. Benioff og D.B. Weiss, hinn forsvarsmaður Game of Thrones, segja frá þessu í nýrri teiknimynd sem hefur verið birt á Youtube-síðu HBO. Þar rifja þeir upp ferð á krá eftir að tökum lauk fyrir aðra þáttaröð Game of Thrones. Þá hafði Jason Momoa snúið aftur til að taka upp eitt lítið atriði og fóru þeir tveir og nokkrir leikarar saman á krá. Að endingu skoraði Benioff á Momoa og segist hann sjálfur hafa náð nokkrum góðum höggum á hann. Þar til hann hitti ekki og komið var að Momoa. Weiss segir að hann hafi ekki verið að fylgjast með í fyrstu en að endingu hafi lætin orðið til þess að allir voru farnir að fylgjast með. aðallega út af því að hendurnar á Benioff voru orðnar skærrauðar. Hann neitaði þó að gefast upp. Svo benti Emilia Clarke á að hendurnar á Benioff litu ekki eðlilega út. „Eins og hafnarboltahanskar með svarta dauða,“ sagði Benioff um hendurnar og allir voru sammála um að Momoa hefði borið sigur úr býtum. Þegar hann vaknaði morguninn eftir voru hendurnar á honum stokkbólgnar og giskaði Benioff á að þær væru tvöfaldar að stærð. Hann ákvað þó að fara í flug heim til sín til Los Angeles. Það fyrsta sem eiginkona hans sagði við hann þegar hann kom heim var að nú færi hann á bráðamóttökuna. Sem hann gerði. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ef það er eitthvað sem David Benioff, annar forsvarsmanna Game of Thrones, hefur lært af framleiðslu þáttanna, þá er það að skora ekki á Jason Momoa í „slap“-leiknum eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum. Það er leikur sem gengur út á það að berja á hendur andstæðings þíns áður en hann kemur hendinni undan. Þetta gerði Benioff fyrir nokkrum árum á krá í Belfast og þurfti hann að fara á bráðamóttöku í kjölfarið. Benioff og D.B. Weiss, hinn forsvarsmaður Game of Thrones, segja frá þessu í nýrri teiknimynd sem hefur verið birt á Youtube-síðu HBO. Þar rifja þeir upp ferð á krá eftir að tökum lauk fyrir aðra þáttaröð Game of Thrones. Þá hafði Jason Momoa snúið aftur til að taka upp eitt lítið atriði og fóru þeir tveir og nokkrir leikarar saman á krá. Að endingu skoraði Benioff á Momoa og segist hann sjálfur hafa náð nokkrum góðum höggum á hann. Þar til hann hitti ekki og komið var að Momoa. Weiss segir að hann hafi ekki verið að fylgjast með í fyrstu en að endingu hafi lætin orðið til þess að allir voru farnir að fylgjast með. aðallega út af því að hendurnar á Benioff voru orðnar skærrauðar. Hann neitaði þó að gefast upp. Svo benti Emilia Clarke á að hendurnar á Benioff litu ekki eðlilega út. „Eins og hafnarboltahanskar með svarta dauða,“ sagði Benioff um hendurnar og allir voru sammála um að Momoa hefði borið sigur úr býtum. Þegar hann vaknaði morguninn eftir voru hendurnar á honum stokkbólgnar og giskaði Benioff á að þær væru tvöfaldar að stærð. Hann ákvað þó að fara í flug heim til sín til Los Angeles. Það fyrsta sem eiginkona hans sagði við hann þegar hann kom heim var að nú færi hann á bráðamóttökuna. Sem hann gerði.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein