„Rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 14:30 Halldór er stórstjarna í snjóbrettaheiminum. Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi. Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi.
Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52