Segja að Kolbeinn fái bara borgað fyrir mörkin sem hann skorar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 11:30 Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki með íslenska landsliðinu á EM 2016. Getty/Craig Mercer Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira