Bíó og sjónvarp

Ný stikla úr Joker vekur athygli og strax talað um Óskarinn til Joaquin Phoenix

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverkið.
Joaquin Phoenix fer með aðalhlutverkið.
Nýjasta myndin um Jókerinn, erkióvin Leðurblökumannsins, kemur í kvikmyndhús í október en í dag var ný stikla úr kvikmyndinni frumsýnd.

Leikarinn Joaquin Phoenix mun fara með hlutverk Arthur Fleck sem sé hinn alræmdi Jóker. Leikstjóri myndarinnar er Todd Philips.

Tökur á Jókernum hófust í september og rötuðu myndir af tökustað í fjölmiðla skömmu síðar.

Kvikmyndin verður frumsýnd um heim allan þann 4. október og eru fjölmargir netverjar, á Twitter, Reddit og Youtube, þegar farnir að tala um að Joaquin Phoenix eigi Óskarinn vísann.

Hér að neðan má sjá stikluna úr Joker.

Tístarar halda ekki vatni yfir stiklunni.

Umræðan um að Óskarinn sé á leiðinni til Phoenix er mikil á Reddit.

JOKER - Teaser Trailer from r/videos





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.