Nostalgía á Barnakvikmyndahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 10:00 Hin ástsæla kvikmynd Benjamín dúfa verður sýnd á hátíðinni. Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag, fimmtudaginn 4. apríl, í Bíó Paradís og stendur yfir til 14. apríl. Það er 1.000 króna barnaverð fyrir alla og gnægð af fríviðburðum. Nostalgía mun svífa yfir vötnum, en sýndar verða klassískar myndir á borð við Ghostbusters og The NeverEnding Story ásamt einni ástsælustu kvikmynd úr smiðju Jims Henson, The Dark Crystal. Opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar er Benjamín dúfa, sem hefur ekki sést í bíó í áratugi, en hefur nú verið endurbætt í fullum stafrænum mynd-/hljóðgæðum fyrir frábæra upplifun. Einnig mun kvikmyndin eftir sígildri sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur eiga endurkomu á Barnakvikmyndahátíð með íslensku tali, sú mynd hefur heldur ekki sést í bíó síðan á níunda áratugnum og birtist nú áhorfendum í glænýrri stafrænni útgáfu.Hin bráðskemmtilega mynd um Matthildi eftir sögu Roalds Dahl er á meðal mynda á hátíðinni.Japanskar teiknimyndir eiga sinn sess á Barnakvikmyndahátíðinni, en í þetta sinn verður sýnd hin klassíska mynd leikstjórans Hayao Miyazaki, My Neighbor Totoro, ásamt hinni spánnýju Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta teiknimyndin. Fjölmargir fríviðburðir eru í boði á Barnakvikmyndahátíð, slímnámskeið verður á undan sýningu Ghostbusters (sun. 7/4), leiklistarnámskeið undir handleiðslu Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur (sun. 14/4), japanska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir sýnikennslu á japanskri skrautskrift (sun. 7/4) og á Eurovision-viðburði (fös. 12/4) verður stiklað yfir brot úr öllum framlögunum árið 2019. Einnig verður frítt inn á allar bíósýningar á Litlu lirfunni ljótu og Önnu og skapsveiflunum sem sýndar verða saman, og Hagamúsinni eftir Þorfinn Guðnason. Borgarleikhúsið mun kíkja í heimsókn á lokadegi hátíðarinnar (sun. 14/4) þar sem Bergur Þór, leikstjóri söngleiksins Matthildur, mun koma ásamt tveimur ungum leikurum úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin upplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu. Í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggð er á frábærri sögu rithöfundarins Roalds Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins. Dagskráin í heild sinni er á bioparadis.is. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag, fimmtudaginn 4. apríl, í Bíó Paradís og stendur yfir til 14. apríl. Það er 1.000 króna barnaverð fyrir alla og gnægð af fríviðburðum. Nostalgía mun svífa yfir vötnum, en sýndar verða klassískar myndir á borð við Ghostbusters og The NeverEnding Story ásamt einni ástsælustu kvikmynd úr smiðju Jims Henson, The Dark Crystal. Opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar er Benjamín dúfa, sem hefur ekki sést í bíó í áratugi, en hefur nú verið endurbætt í fullum stafrænum mynd-/hljóðgæðum fyrir frábæra upplifun. Einnig mun kvikmyndin eftir sígildri sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur eiga endurkomu á Barnakvikmyndahátíð með íslensku tali, sú mynd hefur heldur ekki sést í bíó síðan á níunda áratugnum og birtist nú áhorfendum í glænýrri stafrænni útgáfu.Hin bráðskemmtilega mynd um Matthildi eftir sögu Roalds Dahl er á meðal mynda á hátíðinni.Japanskar teiknimyndir eiga sinn sess á Barnakvikmyndahátíðinni, en í þetta sinn verður sýnd hin klassíska mynd leikstjórans Hayao Miyazaki, My Neighbor Totoro, ásamt hinni spánnýju Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta teiknimyndin. Fjölmargir fríviðburðir eru í boði á Barnakvikmyndahátíð, slímnámskeið verður á undan sýningu Ghostbusters (sun. 7/4), leiklistarnámskeið undir handleiðslu Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur (sun. 14/4), japanska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir sýnikennslu á japanskri skrautskrift (sun. 7/4) og á Eurovision-viðburði (fös. 12/4) verður stiklað yfir brot úr öllum framlögunum árið 2019. Einnig verður frítt inn á allar bíósýningar á Litlu lirfunni ljótu og Önnu og skapsveiflunum sem sýndar verða saman, og Hagamúsinni eftir Þorfinn Guðnason. Borgarleikhúsið mun kíkja í heimsókn á lokadegi hátíðarinnar (sun. 14/4) þar sem Bergur Þór, leikstjóri söngleiksins Matthildur, mun koma ásamt tveimur ungum leikurum úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin upplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu. Í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggð er á frábærri sögu rithöfundarins Roalds Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins. Dagskráin í heild sinni er á bioparadis.is.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira