Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2019 08:38 Hrafn með vænan sjóbirting úr Varmá vorið 2018. Mynd úr safni Veiði í Varmá hófst eins og nokkrum öðrum sjóbirtingsám þann 1. apríl síðastliðin og er byrjunin í ánni alveg ágæt. Það er búið að vera ansi kalt við bakkana frá opnun en það gæti heldur betur farið að rætast úr bæði veðri og veiði. Spáin næstu vikuna bendir til að það hlýni aðeins sem gerir það að verkum að meiri snjóbráð fer í ánna og það er alltaf góðs viti. Það er nefnilega þannig með Varmá að hún getur verið nokkuð viðkvæm og veiðimenn þurfa að ganga varlega að henni og helst ekki að vaða neitt nema ítrustu nauðsyn beri til. Á björtum vordögum þegar snjóbráðin rennur saman við tært vatn kemur grámi í ána og það er langbestu skilyrðin sem hægt er að fá. Vatnshitin fer aðeins upp, smá litur og við það fer fiskurinn aðeins af stað sem og verður síður var við veiðimenn. Þetta eru bestu skilyrðin. Það er nóg af fiski í ánni svo það gæti orðið mjög fín veiði næstu daga. Veiðileyfi í Varmá má finna á vefsölu SVFR eða hér. Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði Töluvert af gæs komin í tún og akra Veiði Sjaldan eða aldrei meira um mink en nú Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Núna er tíminn til að hnýta Veiði
Veiði í Varmá hófst eins og nokkrum öðrum sjóbirtingsám þann 1. apríl síðastliðin og er byrjunin í ánni alveg ágæt. Það er búið að vera ansi kalt við bakkana frá opnun en það gæti heldur betur farið að rætast úr bæði veðri og veiði. Spáin næstu vikuna bendir til að það hlýni aðeins sem gerir það að verkum að meiri snjóbráð fer í ánna og það er alltaf góðs viti. Það er nefnilega þannig með Varmá að hún getur verið nokkuð viðkvæm og veiðimenn þurfa að ganga varlega að henni og helst ekki að vaða neitt nema ítrustu nauðsyn beri til. Á björtum vordögum þegar snjóbráðin rennur saman við tært vatn kemur grámi í ána og það er langbestu skilyrðin sem hægt er að fá. Vatnshitin fer aðeins upp, smá litur og við það fer fiskurinn aðeins af stað sem og verður síður var við veiðimenn. Þetta eru bestu skilyrðin. Það er nóg af fiski í ánni svo það gæti orðið mjög fín veiði næstu daga. Veiðileyfi í Varmá má finna á vefsölu SVFR eða hér.
Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði Töluvert af gæs komin í tún og akra Veiði Sjaldan eða aldrei meira um mink en nú Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Núna er tíminn til að hnýta Veiði