Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum.
Manúela er gestur vikunnar í Einkalífinu en Manúela virðist oft vera á milli tannanna á Íslendingum. Holdarfar hennar er oft í umræðunni en fyrir ekki svo löngu vakti athugasemd leikkonunnar Ágústu Evu Erlendsdóttur við mynd Manúelu athygli. Þar skrifaði Ágústa einfaldlega „borða“.
„Venjulega snerta svona hlutir mig ekki neitt og ég er búin að byggja upp rosalega þykkan skráp fyrir allskonar gagnrýni og áreiti en mér fannst þetta frekar skrýtið komandi frá þekktri manneskju sem hefur sjálf verið í sviðsljósinu,“ segir Manúela en bætir við að það séu engin leiðindi á milli þeirra tveggja.
Í þættinum ræðir Manúela einnig um athyglina sem fylgdi því að vera Ungfrú Ísland árið 2002, um þá jákvæðu og neikvæðu umræðu sem fylgir henni, um hlutverk hennar í Miss Universe og móðurhlutverkið. Spennandi tímar eru einnig framundan hjá Manúelu og er nýtt verkefni í pípunum.