Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 16:45 Kean fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu beitt hann kynþáttaníði. vísir/getty Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti