Mjótt á mununum fyrir þingkosningar í Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30