Mjótt á mununum fyrir þingkosningar í Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Ísrael á morgun. Þrátt fyrir ákærur á hendur sér vegna spillingarmála þykir staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, merkilega góð nú þegar innan við sólahringur er í að kjörstaðir opna. Kosningabaráttan hefur að miklu leiti snúist um persónu Netanjahú og er sögð einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir ágæta stöðu Netanjahú er kosningabaráttan nú einhver sú tvísýnasta í lengri tíma. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Eftir að dómsmálaráðherra Ísraels tilkynnti að til stæði að ákæra hann byrjaði fylgi hans að dala og andstæðingar hans hafa sótt í sig veðrið. Sá sem er talinn líklegastur til að geta velt Netanjahú úr sessi er leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, Benny Gantz. Um er að ræða bandalag nokkurra frjálslyndra miðjuflokka en fyrir því fara þrír fyrrverandi starfsmannastjórar innan hersins. Þykja þeir trúverðugir í öryggis- og varnarmálum sem er málaflokkur sem Netanjahú hefur setið nær einn um undanfarin ár. „Hvað öryggismál varðar er búið að kippa undan honum teppinu,“ segir Reuven Hazan, prófessor i stjórnmálafræði við Hebreska Háskólann í Jerúsalem í samtali við fréttaveitu AP. „Þar sem Bláhvíta bandalaginu er stýrt af þremur fyrrverandi starfsmannastjórum hersins getur Netanjahú ekki lengur kallað sig „Herra Öryggi“.“ Kannanir benda til þess að Likud flokkur Netanjahú og Bláhvíta fylkingin muni fá svipað fylgi. Síðasta könnun sem var framkvæmd á föstudag gaf til kynna að báðir flokkar fengju 28 þingmenn en 61 þarf til að mynda meirihluta. Eftir kosningar mun Reuvin Rivlin, forseti Ísraels, kanna hvaða flokkur geti myndað meirihlutastjórn. Þar kann Netanjahú að standa betur að vígi þar sem hann hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að vinna með flokkum yst til hægri. Fylgi stjórnarflokkanna auk hægriflokkanna er meira en samanlagt fylgi Bláhvíta bandalagsins og vinstriflokkanna.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30