Sjö ár liðin síðan að Messi varð markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 15:30 Lionel Messi fagnar marki. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ekki aðeins bætt markamet Barcelona því hann hefur miklu meira en tvöfaldað metið. César skoraði 232 mörk fyrir Barcelona á árunum 1942 til 1955. Hann átti markamet félagsins í sextíu ár eða þar til 20. mars 2012. Það var nefnilega á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum síðan sem Lionel Messi bætti met César og skoraði sitt 233. mark fyrir Barcelona.#OnThisDay in 2012, Lionel Messi became Barcelona's all-time leading scorer with 232 goals. Obviously with a hat-trick pic.twitter.com/m5iqOjoyuW — Match of the Day (@BBCMOTD) March 20, 2019Sá sem hafði komist næst meti César var László Kubala sem náði að skora 194 mörk fyrir Barcelona á síonum ferli. Á þessum sjö árum hefur Lionel Messi bætt félagsmetið með hverju marki og hann hefur fyrir löngu tvöfaldað markaskor César. Messi er nú kominn með 591 mark og vantar aðeins níu mörk í að komast í sex hundruð mörk fyrir Barcelona. Hann er þegar kominn með 359 fleiri mörk en César skoraði á sínum tíma og það er allt eins líklegt að hann endi með 500 fleiri mörk en hann. Hann gæti mögulega endað á því að þrefalda gamla markametið. Lionel Messi skoraði magnaða þrennu í síðasta leik sínum í spænsku deildinni og deildarmörkin hans eru orðin 412. César skoraði 190 deildarmörk á sínum tíma og er enn í öðru sætinu þar. Messi skoraði 45 mörk allt tímabilið í fyrra en er kominn með 39 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum í ár. Hann er því ekkert að gefa eftir í markaskorun og er líklegur til að komast yfir 50 mörk á tímabili í sjötta sinn á ferlinum. Þetta er fimmtánda tímabil Messi með aðalliði Börsunga en hann verður 32 ára gamall í sumar. Það styttist líka óðum í það að Messi verði spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona því liðið er með tíu stiga forystu á toppnum eftir sigurinn á Real Betis um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki aðeins bætt markamet Barcelona því hann hefur miklu meira en tvöfaldað metið. César skoraði 232 mörk fyrir Barcelona á árunum 1942 til 1955. Hann átti markamet félagsins í sextíu ár eða þar til 20. mars 2012. Það var nefnilega á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum síðan sem Lionel Messi bætti met César og skoraði sitt 233. mark fyrir Barcelona.#OnThisDay in 2012, Lionel Messi became Barcelona's all-time leading scorer with 232 goals. Obviously with a hat-trick pic.twitter.com/m5iqOjoyuW — Match of the Day (@BBCMOTD) March 20, 2019Sá sem hafði komist næst meti César var László Kubala sem náði að skora 194 mörk fyrir Barcelona á síonum ferli. Á þessum sjö árum hefur Lionel Messi bætt félagsmetið með hverju marki og hann hefur fyrir löngu tvöfaldað markaskor César. Messi er nú kominn með 591 mark og vantar aðeins níu mörk í að komast í sex hundruð mörk fyrir Barcelona. Hann er þegar kominn með 359 fleiri mörk en César skoraði á sínum tíma og það er allt eins líklegt að hann endi með 500 fleiri mörk en hann. Hann gæti mögulega endað á því að þrefalda gamla markametið. Lionel Messi skoraði magnaða þrennu í síðasta leik sínum í spænsku deildinni og deildarmörkin hans eru orðin 412. César skoraði 190 deildarmörk á sínum tíma og er enn í öðru sætinu þar. Messi skoraði 45 mörk allt tímabilið í fyrra en er kominn með 39 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum í ár. Hann er því ekkert að gefa eftir í markaskorun og er líklegur til að komast yfir 50 mörk á tímabili í sjötta sinn á ferlinum. Þetta er fimmtánda tímabil Messi með aðalliði Börsunga en hann verður 32 ára gamall í sumar. Það styttist líka óðum í það að Messi verði spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona því liðið er með tíu stiga forystu á toppnum eftir sigurinn á Real Betis um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira