Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. mars 2019 07:15 Hjálparstarfsfólk fylgir íbúum í skjól á flugvelli í Beira. Nordicphotos/AFP Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra. Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra.
Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira