Belgar byrjuðu undankeppni EM 2020 á sigri á Rússum. Króatar höfðu betur gegn Aserum og Hollendingar rúlluðu yfir Hvít-Rússa.
Fyrstu leikirnir í undankeppni EM 2020 fóru fram í kvöld. Keppnin fór fjörlega af stað í Belgíu þar sem Youri Tielemans skoraði fyrir Belga á 15. mínútu en Denis Cheryshev jafnaði mínútu seinna eftir hrikaleg mistök Thibaut Courtois í marki Belga.
Eden Hazard kom heimamönnum yfir rétt fyrir hálfleikinn úr vítaspyrnu og hann tryggði svo sigurinn með marki á 88. mínútu. Leiknum lauk 3-1 fyrir Belgíu.
Hollendingar voru ekki lengi að komast yfir gegn Hvíta-Rússlandi, en Memphis Depay skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins. Georginio Wijnaldum tvöfaldaði forystuna á 21. mínútu eftir sendingu Depay.
Depay var allt í öllu því hann skoraði þriðja mark Hollendinga úr vítaspyrnu á 55. mínútu. Það var svo varnarmaðurinn Virgil van Dijk sem fullkomnaði sigurinn, aftur eftir sendingu Depay.
Hollendingar fengu óskabyrjun og setjast á topp C riðils.
Í Króatíu voru það gestirnir í Aserbaísjan sem komust yfir á 19. mínútu. Borna Barisic jafnaði metin fyrir heimamenn á síðustu mínútum fyrri hálfleiks.
Andreij Kramaric tryggði Króötum sigurinn með marki eftir sendingu Ante Rebic á 79. mínútu. Króatar unnu því 2-1 sigur á heimavelli.
Öll úrslit kvöldsins:
C-riðill:
Holland - Hvíta-Rússland 4-0
Norður-Írland - Eistland 2-0
E-riðill:
Króatía - Aserbaísjan 2-1
Slóvakía - Ungverjaland 2-0
G-riðill:
Austurríki - Pólland 0-1
Makedónía - Lettland 3-1
Ísrael - Slóvenía 1-1
I-riðill:
Kýpur - San Marínó 5-0
Kasakstan - Skotland 3-0
Belgía - Rússland 3-1
Hollendingar byrjuðu undankeppnina af krafti
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn


„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti

