Þjálfari Andorra: Við munum verjast Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 21. mars 2019 18:25 Koldo Álvarez er til vinstri. Hægra megin er fyrirliðinn Ildefons Lima. Vísir/E. Stefán Koldo Álvarez, landsliðsþjálfari Andorra, sagði á blaðmannafundi liðsins á þjóðarleikvangi Andorra í dag að markmið liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun væri einfalt. „Hitt liðið verður meira með boltann. En við höfum spilað vel á heimavelli og okkur líður vel. Við munum verjast,“ sagði þjálfarinn. „Við munum reyna að halda góðri einbeitingu og spila af ákefð og reyna að halda áfram að ná góðum úrslitum.“ Andorra spilaði sex leiki í Þjóðadeild UEFA í haust og þrátt fyrir að liðið vann engan þeirra náði það fjórum jafnteflum. Sérstaklega hefur liðinu vegnað vel á heimavelli, eins og Álvarez bendir á. „Við vitum við hverja við erum að fara að spila. Ísland er með mjög sterkt lið á evrópska vísu. Íslendingar spila góða knattspyrnu og úrslit liðsins í Þjóðadeildinni í haust gefa ekki rétt mynd af gæðunum. Þeir hefðu átt að ná betri úrslitum og það má benda á það að Ísland gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik.“ Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi á blaðamannafundi fyrr í dag að leikið væri í undankeppni stórmóts á gervigrasi. „Þetta eru reglur UEFA. UEFA segir að það megi spila á gervigrasi, þetta er völlurinn sem við eigum og þarna verður spilað. Ég myndi gjarnan vilja að við ættum grasvöll við bestu mögulegu aðstæður. En þetta er staðan og við munum ekki eyða tíma í þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Koldo Álvarez, landsliðsþjálfari Andorra, sagði á blaðmannafundi liðsins á þjóðarleikvangi Andorra í dag að markmið liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun væri einfalt. „Hitt liðið verður meira með boltann. En við höfum spilað vel á heimavelli og okkur líður vel. Við munum verjast,“ sagði þjálfarinn. „Við munum reyna að halda góðri einbeitingu og spila af ákefð og reyna að halda áfram að ná góðum úrslitum.“ Andorra spilaði sex leiki í Þjóðadeild UEFA í haust og þrátt fyrir að liðið vann engan þeirra náði það fjórum jafnteflum. Sérstaklega hefur liðinu vegnað vel á heimavelli, eins og Álvarez bendir á. „Við vitum við hverja við erum að fara að spila. Ísland er með mjög sterkt lið á evrópska vísu. Íslendingar spila góða knattspyrnu og úrslit liðsins í Þjóðadeildinni í haust gefa ekki rétt mynd af gæðunum. Þeir hefðu átt að ná betri úrslitum og það má benda á það að Ísland gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik.“ Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi á blaðamannafundi fyrr í dag að leikið væri í undankeppni stórmóts á gervigrasi. „Þetta eru reglur UEFA. UEFA segir að það megi spila á gervigrasi, þetta er völlurinn sem við eigum og þarna verður spilað. Ég myndi gjarnan vilja að við ættum grasvöll við bestu mögulegu aðstæður. En þetta er staðan og við munum ekki eyða tíma í þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira