Paul Pogba: Þeir vilja örugglega sýna sig á móti heimsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 16:00 Paul Pogba í leik á móti Íslandi í vináttulandsleik í fyrra. Getty/Jean Catuffe Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira