Paul Pogba: Þeir vilja örugglega sýna sig á móti heimsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 16:00 Paul Pogba í leik á móti Íslandi í vináttulandsleik í fyrra. Getty/Jean Catuffe Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira