Dramatískt sigurmark Schulz í Amsterdam Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2019 21:45 Schulz fagnar marki sínu vísir/getty Þjóðverjar skoruðu sigurmark á síðustu mínútum leiksins við Hollendinga og tryggðu sér þrjú stig í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Leroy Sane kom Þjóðverjum yfir snemma leiks eftir fyrirgjöf frá Nico Schulz inn á teiginn. Stuttu seinna fengu Hollendingar tvö álitleg færi til þess að jafna leikinn en Ryan Babel skaut tvisvar á stuttum tíma beint á Manuel Neuer. Þjóðverjar refsuðu með frábæru marki frá Serge Gnabry á 34. mínútu og voru komnir í vænlega stöðu í Amsterdam. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir þýsku gestina. Hollendingar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og skoruðu á 48. mínútu. Matthijs de Ligt skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Memphis Depay. Á 62. mínútu jöfnuðu heimamenn svo leikinn, í þetta skipti sá Depay sjálfur um að skora markið. Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda í jafntefli en Nico Schulz varð hetja Þjóðverja er hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur í Amsterdam 2-3 fyrir Þjóðverja sem byrja undankeppnina á sterkum útisigri. EM 2020 í fótbolta
Þjóðverjar skoruðu sigurmark á síðustu mínútum leiksins við Hollendinga og tryggðu sér þrjú stig í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Leroy Sane kom Þjóðverjum yfir snemma leiks eftir fyrirgjöf frá Nico Schulz inn á teiginn. Stuttu seinna fengu Hollendingar tvö álitleg færi til þess að jafna leikinn en Ryan Babel skaut tvisvar á stuttum tíma beint á Manuel Neuer. Þjóðverjar refsuðu með frábæru marki frá Serge Gnabry á 34. mínútu og voru komnir í vænlega stöðu í Amsterdam. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir þýsku gestina. Hollendingar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og skoruðu á 48. mínútu. Matthijs de Ligt skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Memphis Depay. Á 62. mínútu jöfnuðu heimamenn svo leikinn, í þetta skipti sá Depay sjálfur um að skora markið. Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda í jafntefli en Nico Schulz varð hetja Þjóðverja er hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur í Amsterdam 2-3 fyrir Þjóðverja sem byrja undankeppnina á sterkum útisigri.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti