Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum 25. mars 2019 06:00 Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00