„Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum.
Mikið hefur verið fjallað um óeðlilega aðkomu frægra að því að koma börnunum sínum inn í Háskólanám í Bandaríkjunum.
Sjónvarpsleikkonur eins og Felicity Huffman og Lori Loughlin eru á meðal tuga manna sem hafa verið ákærðir fyrir að taka þátt í svikamyllu til að koma nemendum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og svindla á inntökuprófum.
Dr. Dre hefur aftur á móti tekið færsluna út eftir að í ljós kom að hann og viðskiptafélagi rapparans Jimmy Iovine höfðu styrkt háskólanum um sjötíu milljónir dollara eða því sem samsvarar 8,5 milljarða íslenskra króna. TMZ greinir frá málinu.
