Um 250 Íslendingar verða á Stade de France í París í kvöld, er íslenska landsliðið mætir heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM 2020. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands.
Fulltrúi frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, sagði við Vísi í gær að nákvæmlega 74 stuðningsmenn hefðu keypt sér miða á leikinn sem stuðningsmenn Íslands en nú hefur komið í ljós að þeir verða fleiri.
Þess má geta að „Áfram Ísland“ verður á landsleiknum og mun bjóða upp á sölu á stuðningsmannavörum og landsliðstreyju Íslands. Salan fer fram á Novotel Suites Paris Stade de France frá klukkan 16.00 til 19.30 í dag.
Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
Fleiri Íslendingar á Stade de France en reiknað var með

Tengdar fréttir

74 stuðningsmenn Íslands fá hlýjar kveðjur
Aðeins 74 stuðningsmenn Íslands keyptu sér miða á leikinn á Stade de France í kvöld, að sögn fulltrúa UEFA.