Enski boltinn

Búinn að fá nóg af flakkinu eftir að Chelsea lánaði hann í sjöunda skiptið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenneth Omeruo í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018.
Kenneth Omeruo í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018. Getty/German Morozov
Nígeríumaðurinn Kenneth Omeruo kom til Chelsea átján ára gamall en nú sjö árum síðar er hann enn að bíða eftir sínum fyrsta leik í Chelsea-búningnum.

Chelsea lánaði hann í sjöunda skiptið í ágúst og hefur hann spilað með spænska liðinu CD Leganés í vetur. Nú vill þessi 25 ára miðvörður komast í meiri stöðugleika og telur að spænska deildin henti sér vel.





Kenneth Omeruo spilaði á HM í Rússlandi og hefur verið í eigu Chelsea frá því í janúar 2012. Hann hefur aftur á móti enn ekki náð að spila fyrir Chelsea.

Frá árinu 2012 hefur hann verið lánaður til Hollands (ADO Den Haag), til Englands (Middlesbrough), til Tyrklands (Kasimpasa og Alanyaspor) og nú síðasta Spánar (Leganés).

„Fótboltinn hér hentar mínum stíl og félagið getur fært mér stöðugleika. Það skiptir miklu máli fyrir minn feril að fá að spila á móti bestu leikmönnum heims,“ sagði Kenneth Omeruo.

„Leganés hefur möguleika til að kaupa mig og vonandi gengur það eftir,“ sagði Omeruo. Samningur hans til Chelsea er til ársins 2020 en hann skrifaði síðast undir þriggja ára samning í ágúst 2017.

Kenneth Omeruo átti stóran þátt í klára Íslandsleikinn á HM í Rússlandi síðasta sumar þegar hann lagði upp seinna mark Nígeríumanna á 75. mínútu í umræddum 2-0 sigri á Íslandi.

„Chelsea hefur aldrei staðið í vegi fyrir mér að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir minn feril og þeir hafa stutt vel við bakið á mér. Bæði félög koma að þessari ákvörðun en ég vona að ég verði leikmaður Leganés á næsta tímabili og áfram eftir það,“ sagði Kenneth Omeruo.

„Ég á skilið stöðugleika á þessum tímapunkti á mínum fótboltaferli,“ sagði Omeruo og segir að fólkið hafi tekið hann inn í Leganés-fjölskylduna og hjálpað sér bæði líkamlega og andlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×