Benzema bjargaði Evrópumeisturunum gegn botnliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2019 20:30 Bjargvætturinn Benzema fagnar sigurmarkinu gegn Huesca. Vísir/Getty Real Madrid þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna botnlið Huesca á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 3-2, Madrídingum í vil. Karim Benzema skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. Real Madrid hefur unnið báða leiki sína eftir að Zinedine Zidane tók aftur við liðinu. Zidane kom á óvart með því að setja son sinn, Luca, í markið í stað Keylors Navas. Strákurinn fékk á sig mark strax á 4. mínútu þegar Cucho kom Huesca yfir. Isco jafnaði fyrir Real Madrid á 25. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. Dani Ceballos kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Xabier Etxeita jafnaði tólf mínútum síðar. Flest benti til þess að botnliðið færi frá Santiago Bernabéu með stig en Benzema var á öðru máli. Á 89. mínútu skrúfaði hann boltann í fjærhornið og tryggði Evrópumeisturunum sigurinn. Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Spænski boltinn
Real Madrid þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna botnlið Huesca á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 3-2, Madrídingum í vil. Karim Benzema skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. Real Madrid hefur unnið báða leiki sína eftir að Zinedine Zidane tók aftur við liðinu. Zidane kom á óvart með því að setja son sinn, Luca, í markið í stað Keylors Navas. Strákurinn fékk á sig mark strax á 4. mínútu þegar Cucho kom Huesca yfir. Isco jafnaði fyrir Real Madrid á 25. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. Dani Ceballos kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Xabier Etxeita jafnaði tólf mínútum síðar. Flest benti til þess að botnliðið færi frá Santiago Bernabéu með stig en Benzema var á öðru máli. Á 89. mínútu skrúfaði hann boltann í fjærhornið og tryggði Evrópumeisturunum sigurinn. Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð.