Eggert Gunnþór Jónsson skoraði í 3-1 sigr SönderjyskE á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var annar sigur SönderjyskE í röð. Eggert lagði upp eitt marka liðsins í 3-0 sigri á Randers í síðustu umferð.
Staðan í hálfleik í leiknum í dag var 1-1. Á 60. mínútu skoraði Eggert með góðu skoti og kom SönderjyskE yfir. Hann var tekinn af velli á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom Danny Amankwaa SönderjyskE í 3-1 sem urðu lokatölur leiksins.
Eggert og félagar eru í 11. sæti deildarinnar með 28 stig. Næsti deildarleikur SönderjyskE er gegn Midtjylland eftir viku.
Eggert hefur leikið 19 deildarleiki með SönderjyskE á tímabilinu og skorað tvö mörk.
Eggert skoraði í öðrum sigri SönderjyskE í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



