Guðjón Þórðarson stýrði NSÍ Runavík til sigurs á Streymi, 1-0, í 1. umferð færeysku úrvalsdeildarinnar í dag.
Guðjón fer vel af stað með Runavík sem lenti í 2. sæti á síðasta tímabili.
Jann Mortensen skoraði eina mark leiksins á 51. mínútu.
Titilvörn HB Þórshafnar hófst með markalausu jafntefli við Klaksvík. Heimir Guðjónsson er á sínu öðru tímabili með HB. Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB.
