Segja að Zinedine Zidane geti nú valið á milli fjögurra risaklúbba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 12:30 Zinedine Zidane er eini þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð. Hér er hann tolleraður eftir síðasta titilinn vorið 2018. Getty/Angel Martinez Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira