Lakers byrjaði reyndar ekki vel í leiknum og skoraði aðeins sextán stig í fyrsta leikhluta. Chicago var með átján stiga forystu að honum loknum en þá fóru gestirnir í gang og tóku leikinn yfir í þriðja leikhluta.
LeBron James skoraði 36 stig fyrir Lakers og var með tíu fráköst þar að auki. Kentavious Caldwell-Pope átti einnig góða innkomu af bekknum og skoraði 24 stig.
@KingJames tallies 36 PTS, 10 REB & 4 AST in the @Lakers road win! #LakeShowpic.twitter.com/wvOIlPbMc3
— NBA (@NBA) March 13, 2019
San Antonio vann Dallas, 112-105. DeMar DeRozan skoraði 33 stig og LaMarcus Aldridge 28 fyrir San Antonio sem hefur unnið nú unnið sex leiki í röð.
Þetta var hins vegar sjötti tapleikur Dallas í röð en Luka Doncic náði sér ekki á strik í nótt. hann skoraði tólf stig en nýtti aðeins fimm af átján skotum sínum í leiknum og eitt af níu af vítalínunni. Doncic hefur verið að glíma við meiðsli í hné síðustu vikur.
Þá hafði Philadelphia betur gegn Cleveland, 106-99, þar sem Joel Embiid náði sinni 50. tvöföldu tvennu á tímabilinu. Hún var með sautján stig og nítján fráköst, en Embiid varði fjögur skot þar að auki.
Úrslit næturinnar:
Indiana - New York 103-98
Philadelphia - Cleveland 106-99
Chicago - LA Lakers 107-123
New Orleans - Milwaukee 113-130
Dallas - San Antonio 105-112
Denver - Minnesota 133-107
LA Clippers - Portland 104-125