Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/ Etsuo Hara Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira