Íslenski hópurinn var valinn fyrr í dag en okkar menn mæta Andorra og svo heimsmeisturum Frakka á Stade de France í París 25. mars.
Paul Pogba og Kylian Mbappé eru báðir í franska hópnum sem valinn var í dag en þar má einnig finna Anthony Martial, leikmann Manchester United, og auðvitað Antonine Griezmann, leikmann Atlético Madríd.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur úr nóg af mönnum að velja fyrir þessa tvo leiki en franska hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
La première liste de l'année 2019 ! On retrouvera nos Bleus lundi à Clairefontaine pour débuter les Qualifications de l'@EURO2020 #FiersdetreBleus
— Equipe de France (@equipedefrance) March 14, 2019
Moldavie France (22/03)
France Islande (25/03) pic.twitter.com/E05quOlWMz