En þessi smáskífa inniheldur fimm útgáfur af lagi hans War og fékk Íslendingurinn Joseph Cosmo það verkefni að að endurgera lagið.
Útgáfan fylgir fast á eftir tónlistarmyndbandi við rokk/metal smellinn sjálfan, sem kom út þann 15. mars á YouTube.
„Þetta var bæði afar spennandi en í leiðinni mjög stressandi verkefni því tíminn var naumur sem mér var gefin þannig að ég gekk strax í málið. Nokkrum dögum síðar þá var remixið tilbúið fyrir Richard að heyra og gaf hann strax grænt ljós á útgáfu. Ég vissi auðvitað ekki hvernig hann tæki því en það hefur greinilega fallið í kramið hjá honum,“ segir Joseph hæstánægður.
„Rammstein voru idolin mín þegar ég sá þá í höllinni þrettán ára og um svipað leiti var ég sjálfur að byrja að spila í þungarokksbandi, var með stjörnur í augunum þegar ég barði þessa menn augum og gaman nú sautján árum síðar að fá að vinna fyrir einn þeirra,“ segir Joseph að lokum.
Seint gaf út nýverið nýja plötu í fullri lengd sem nefnist einfaldlega IV og hægt er að streyma hana á Spotify en Joseph er með limur í sveitinni. Hér að neðan má hlusta á remix hans af War.